Úrslit á Mjölnir Open unglinga 2012

Sindri Ingólfsson og Aron Elvar
Sindri Ingólfsson og Aron Elvar takast á

Uppgjafarglímumótið Mjölnir Open unglinga var haldið í dag í Mjölniskastalnum að Seljavegi 2 í Reykjavík. Keppt var í aldursflokkum unglinga fæddra 1994-2000. Um þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks frá þremur félögum: Mjölni, Sleipni/UMFN og Gracie Jiu-Jitsu skólanum. Keppt var í 8 flokkum alls, þ.e. 6 þyngdar- og  aldursflokkum drengja, einum opnum stúlknaflokki og í opnum flokki drengja fæddra 1994-1997. Bjarki Ómarsson úr Mjölni stóð uppi sem sigurvegari í opnum flokki drengja, auk þess að sigra sinn þyngdarflokk, og Andrea Stefánsdóttir frá Gracie Jiu-Jitsu skólanum sigraði stúlknaflokkinn. Mjölnir sigraði flesta flokka á mótinu og fékk fern gullverðlaun en Sleipnir frá Reykjanesbæ fylgdi í kjölfarið með þrenn gullverðlaun. Ein gullverðlaun féllu eins og áður sagði í skaut Gracie JJ.

 

Heildarúrslit  urðu eftirfarandi:

-50kg

1. Svanur Þór Mikaelsson (Sleipnir)

2. Joseph Socratese Petterle (Sleipnir)

3. Karl Stefán Ingvarsson (Mjölnir)

+50kg

1. Bjarni Darri Sigfússon (Sleipnir)

2. Bjarni Júlíus Jónsson (Sleipnir)

3. Þröstur Ingi Smárason (Sleipnir)

-60kg

1. Karel Bergmann Gunnarsson (Sleipnir)

2. Alexander Georg Þorláksson (Mjölnir)

3. Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)

+60kg

1. Marinó Kristjánsson (Mjölnir)

2. Hákon Klaus (Sleipnir)

3. Sigurður Örn Alfonsson (Mjölnir)

-70kg

1. Bjarki Ómarsson (Mjölnir)

2. Sindri Ingólfsson (Mjölnir)

3. Aron Elvar Zoega Jónsson (Gracie JJ)

+70kg

1. Ólafur Kári Ragnarsson (Mjölnir)

2. Helgi Magnús Viggósson (Mjölnir)

3. Eyþór Wiggert (Sleipnir)

Opinn flokkur stúlkna

1. Andrea Stefánsdóttir (Gracie JJ)

2. Unnur María Guðmundsdóttir (Mjölnir)

3. Guðbjörg Eva Pálsdóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur drengja

1. Bjarki Ómarsson (Mjölnir)

2. Aron Elvar Zoega Jónsson (Gracie JJ)

3. Ólafur Kári Ragnarsson (Mjölnir)

 Heildarstig félaga

Mjölnir = 53 stig

Sleipnir = 38 stig

Gracie JJ = 13 stig