Sleipnir Open Gi – 21. október

Opna Sleipnismótið í uppgjafarglímu (gi) verður haldið í íþróttahúsi Akurskóla, Reykjanesbæ sunnudaginn 21. október næstkomandi. Húsið opnar kl 11. Keppni byrjar kl 12.
Kort http://ja.is/kort/#q=index_id%3A996513&x=328053&y=390510&z=9

Sleipnir Open 2012 gi

  • Keppt verður í gi glímu þar til annar keppandi gefst upp eða ef dómari stöðvar glímu. Ekki verða gefin stig.
  • Ef glíma dregst á langinn og keppandi sýnir ekki fram á vilja til að sigra glímu eða halda glímu áfram getur dómari gefið keppanda aðvörun. Ef keppandi fær þriðju aðvörun fyrir sóknarleysi eða töf þá er hann dæmdur úr leik.
  • Ef annar keppandi lendir í slæmri stöðu og sýnir ekki fram á að hann reyni að komast úr henni, heldur reynir bara að koma í veg fyrir að lenda í uppgjafartaki þá getur sá keppandi fengið aðvörun fyrir sóknarleysi.
  • Ef báðir keppendur eru komin í stöðu þar sem hvougur getur sótt eða keppendur sýna að þeir geta ekki bætt stöðu sína eða klárað með uppgjafartaki þá gefur dómari þeim smá tíma (ca. 30 sekúndur) til að bæta stöðu sína (breyta um stöðu) eða klára glímu. Ef það hefur ekki gerst þá getur dómari stöðvað glímuna og látið keppendur standa upp að nýju.
  • Ef dómarar telja að glíma hefur dregist verulega á langinn geta þeir ákveðið að hafa aukalotu sem er 5 mínútur. Í þeirri lotu fá þeir stig sem ná fleiri sóknarbrögðum eða lásatilraunum sem voru nálægt því að sigra glímu. Eftir tímann telja dómarar stig og úrskurða sigurvegar. Sóknarbrögð eru t.d. : takedown, sweep, guard pass, kneeride, mount, back mount og lása/hengingartilraunir sem dómari telur að hafi verið nægilega vel framkvæmd til að hugsanlega geta klárað glímu (sama og advantage).
  • Glímur byrja standandi og það má “pulla guard”. Ef keppandi notar ítrekað það að “pulla guard” eða aðrar stöður til að tefja glímu, eða koma í veg fyrir að keppendur geti sótt þá má dómari aðvara hann.

Það má ekki

  • Slamma úr gólfstöðu. Þ.e. að lyfta keppanda sem var á bakinu eða kviðnum upp og skella honum aftur niður í þá stöðu. Það má hinsvegar lyfta keppanda sem er á öðru eða báðum hnám og snúa honum yfir á bakið eða hliðina.
  • Gera snúandi fótalása t.d. heel hook eða toe hold.
  • Slá, kýla, sparka, klóra, kitla, pota í líkamsop.
  • Snúa upp á háls eða hrygg, t.d. snúandi neck crank eða twister. Einnig er bannað að gera can opener eða álíka neck crank lása.

Fyrir brot á þessum reglum eða tilraun til þess mun dómari gefa keppanda viðvörun. Ef keppandi brýtur reglur gróft, sýnir sinnuleysi í því að fara eftir reglunum eða reynir að valda andstæðing sínum skaða getur dómari dæmt viðkomandi keppanda úr leik án viðvarana.

Það getur verið að þessi listi sé ekki tæmandi. Á mótsdag kl 11:30 verður keppendafundur þar sem farið verður yfir reglur og keppendur geta spurt.

Keppendur senda skráningu á helgiflex@gmail.com og skráningin þarf að innhalda:

  • Fullt nafn
  • Aldur
  • Belti í bjj, judo og eða reynsla í öðrum bardagaíþróttum
  • Félag sem viðkomandi æfir í
  • Þyngd (vikmörk eru 2 kg)

Keppnisgjald er 2500 kr og leggst inn á reikning 0121-26-016802 kt 6802110430  

Skráningar og greiðslufrestur er til mánudagsins 15. október kl. 23:59

Aldurstakmark er 16 ára.

Keppendum verður skipt í hópa eftir þyngd. Vegna stærðargráðu þessa móts verður ekki hægt að fylgja hefðbundnum þyngdarflokkum, heldur munu flokkarnir ákvarðast af skráningu. Ef mótshaldarar telja að ákveðnir keppendur eiga betur heima í öðrum flokki með tilliti til reynslu og aldurs þá áskilja þeir sér þann rétt að færa þá keppendur til. Áður en keppni hefst verða keppendur vigtaði í þeim gi sem þeir keppa í. Við biðjum keppendur um að senda skráningar um þyngd sína samviskusamlega og miða við þann gi sem þeir munu keppa í. Á þriðjudaginn fyrir keppni (16. okt) verða þyngdarskiptingarnar sendar á keppendur og verða keppendur að standast vigt miðað við það, ellegar verða dæmdir úr leik.

Veitt verða verðlaun fyrir 1-3 sæti í hverjum flokki og að auki verða veitt peningaverðlaun fyrir:

  1. Keppandi mótsins (sá sem sigrar opna flokkinn) Keppandi mótsins fær 30% heildarinnkomu mótsins
  2. Glímu mótsins (hvor keppandi fær 10 % af heildarinnkomu mótsins)
  3. Tilþrif mótsins (keppandinn fær 10% af heildarinnkomu mótsins, ef dómarar velja fleiri en eitt tilfþrif mótsins þá dreifist verðlaunaféð á þá keppendur)