Íslandsmót ungmenna í BJJ verður 11. nóvember

BJÍ stendur fyrir Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ sunnudaginn 11. nóvember næstkomandi. Mótið verður haldið að Iðavöllum 12 í Reykjanesbæ.

Íslandsmeistaramót ungmenna 2012

Aldursflokkar, glímulengd og fleira er samkvæmt keppnisreglum BJÍ á Íslandsmeistaramóti ungmenna.

8-10 ára á árinu (f. 2002-2004)
Glímulengd 3 mín.
Verðlaunaafhending fer fram þegar aldurshópur hefur lokið keppni. 

11-12 ára á árinu (f. 2000-2001)
Glímulengd 4 mín.
Verðlaunaafhending fer fram þegar aldurshópur hefur lokið keppni. 

13-14 ára á árinu (f. 1998-1999)
Glímulengd 5 mín.
Verðlaunaafhending fer fram þegar aldurshópur hefur lokið keppni.

15-17 ára á árinu (f. 1995-1997)
Glímulengd er 5 mínútur.
Verðlaunaafhending fer fram þegar aldurshópur hefur lokið keppni. 

Skráning fer fram hjá félögunum og hópskráningar félaga sendist síðan á mótsstjóra, Helga Rafn Guðmundsson, á netfangið helgiflex@gmail.com fyrir miðnætti mánudaginn 5. nóvember. Eingöngu er tekið við hópskráningu frá aðildarfélögum BJÍ. Ekki er tekið við skráningu frá einstaklingum eða skráningum sem berast eftir að frestur rennur út. Þjálfarar sendið:

  • Nafn félags,
  • Nafn þjálfara sem mætir með hópnum,
  • Símanúmer þjálfara GSM,
  • Nöfn, aldur, þyngd og kennitölur keppenda (já bæði aldur og kennitölu til að fyrirbyggja mistök ef stafsetningarvilla á sér stað).

Keppendur verða að vera fæddir á árunum 1995-2004.

Vegna þess hversu fáir kvk iðkendur eru í dag sjáum við okkur ekki fært að bjóða upp á sérstaka kvk flokka heldur er um blandaða flokka að ræða, þ.e. bæði kyn. Ef skráning á mótið gefur tilefni til annars verður þetta þó endurskoðað.

Nánari upplýsingar og keppnisreglur.

Mótsgjald er kr. 500 fyrir börn fædd 1999-2004 en kr. 1000 fyrir unglinga fædda 1995-1998.

Með kveðju,
Helgi Rafn Guðmundsson, mótsstjóri.
Daníel Örn Davíðsson, yfirdómari BJÍ.
Haraldur Dean Nelson, formaður BJÍ.