Hvað er BJÍ?

BJÍ stendur fyrir BJJ Samband Íslands og er samband þeirra félaga sem æfa Brasilískt Jiu Jitsu (BJJ) og/eða uppgjafarglímu (submission grappling) á Íslandi. BJÍ sér um að halda árleg Íslandsmeistaramót í BJJ. Auk þess viðurkennir sambandið starfsemi aðildarfélaga sinna og tryggir þannig aðgengi að bestu BJJ þjálfun sem völ er á hérlendis. BJÍ var stofnað þann 3. nóvember 2007 af félögunum Mjölni, Fjölni og Fenri.

Aðildarfélög BJÍ eru:

Atlantic Jiu Jitsu Iceland, Akureyri
BJJ Akranes, Akranes
Mjölnir, Reykjavík
RVK MMA, Reykjavík
Sleipnir/UMFN, Reykjanesbæ
Týr MMA, Kópavogi
VBC, Kópavogi

Reikningsnúmer BJÍ er 0301-26-005642 og kennitalan 431008-2460.