Íslandsmeistaramót Barna og Unglinga 2010

Íslandsmeistararmót barna og unglinga í Brasilísku Jiu Jitsu árið 2010

Almennt
Mótið verður haldið þann 17. apríl í húsnæði Mjölnis. Húsið opnar klukkan 12:00 og þátttakendur eiga að vera mættir klukkan 12:30 en þá hefst vigtun á mótsstað. Keppnin hefst svo klukkan 13:00.

Eftirfarandi félög eru með aðild að BJÍ sambandi Íslands og eru því með rétt til þess að senda félagsmenn til þess að keppa á mótinu:

Fenrir, Akureyri
Fjölnir, Reykjavík
Mjölnir, Reykjavík
Pedro Sauer, Hafnarfjörður
Sleipnir, Keflavík

Aldursflokkar og Þyngdarflokkar
Hér á eftir verða taldir upp þeir aldursflokkar og þyngdarflokkar sem keppt verður í. Keppendur verða viktaðir í þeim gi sem þeir keppa í á mótinu samdægurs keppninni.

Mótshaldarar hafa rétt til þess að sameina þyngdarflokka til þess að hafa viðunandi fjölda keppenda í hverjum flokki. Viðunandi fjöldi keppanda í hverjum flokki skal vera tveir að lágmarki. Það má einungis sameina þyngdarflokk saman við þyngdarflokk sem er fyrir ofan og/eða neðan þann þyngdarflokk.

Karlar 8 til 9 ára á árinu (fæddir 2001-2002)
– 28 kíló
+ 28 kíló
# glímulengd er 2 mínútur.

Karlar 10 til 12 ára á árinu (fæddir 1998-2000)
– 38 kíló
+ 38 kíló
# glímulengd er 3 mínútur.

Karlar 13 til 17 ára á árinu (fæddir 1993-1997)
– 50 kíló
– 56 kíló
– 63 kíló
– 70 kíló
– 78 kíló
– 88 kíló
+ 88 kíló
# glímulengd er 5 mínútur.

Framkvæmd móts
Mótið á að hefjast klukkan 13:00 stundvíslega. Keppni hefst á karlaflokkum barna og það verður byrjað á léttustu flokkunum. Hver þyngdarflokkur verður kláraður áður en keppni hefst í næsta þyngdarflokk og verðlaunaafhending fer fram eftir að keppni er lokið í hverjum flokki.