Úrslit á Íslandsmóti fullorðinna 2013
Í dag sunnudaginn 17. nóvember fór fram fjölmennasta fullorðins BJJ mót frá upphafi en 94 keppendur voru skráðir til leiks frá fimm félögum, Fenri Akureyri, Mjölni Reykjavík, Gracie skólanum Garðabæ, Sleipni Keflavík og Ármanni Reykjavík. Margar skemmtilegar glímur sáust á mótinu og greinilegt að uppgangur íþróttarinnar er mikill.