Aðalfundur BJÍ 2011 – Ný stjórn
Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 13. desember. Ný stjórn var kjörin á fundinum og formaður endurkjörinn.
Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 13. desember. Ný stjórn var kjörin á fundinum og formaður endurkjörinn.
Einn fremsti BJJ maður heims, Dean Lister, kom til landsins í morgun en hann mun dveljast í Mjölni næstu vikuna og halda námskeið þar næsta laugardag. Lister hefur m.a. annars unnið til þriggja gullverðlauna á ADCC, nú síðast í ár.
Íslandsmeistaramót ungmenna í Brasilísku Jiu Jitsu var haldið í gær, laugardaginn 12. nóvember, en þetta er annað árið í röð sem ungmennamótið er haldið. Alls mættu yfir fimmtíu keppendur til leiks úr Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ og fjöldi fallegra glíma sást á mótinu.
Aðalfundur BJÍ 2011 verður haldinn þriðjudaginn 13. desember næstkomandi í húsnæði Mjölnis (Mjölniskastalanum) að Seljavegi 2 í Reykjavík. Hann hefst kl. 20:00.
Íslandsmeistaramótið í Brasilísku Jiu Jitsu fór fram í dag fjórða árið í röð en keppendur í ár voru rúmlega fimmtíu talsins frá 6 félögum. Margar skemmtilegar og spennandi glímur sáust á mótinu en svo fór að Sighvatur Magnús Helgason í Mjölni og Anna Soffía Víkingsdóttir í Ármanni stóðu uppi sem sigurvegarar í opnum flokkum karla og kvenna.
BJÍ stendur fyrir Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Mótið verður haldið í húsakynnum Pedro Sauer í Hafnarfirði, að Melabraut 17 (Suðurbrautar megin, tveimur húsum frá Holtanesti og ÓB Bensín).
Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ verður haldið sunnudaginn 6. nóvember næstkomandi í sal Ármenninga í Laugardalnum þar sem það hefur verið undanfarin ár.
Gunnar Nelson stóð sig afar vel á ADCC mótinu sem fram fór á Englandi um síðustu helgi. Hann sigraði m.a. Marko Helen núverandi og tvöfaldan Evrópumeistara og margfaldan Finnlandsmeistara sem og hinn brasílíska Bruno Frazzato núverandi Ameríkumeistara og Brasilíumeistara en Bruno er jafnframt heimsmeistari frá 2007.
Nú er ljóst að Gunnar Nelson (Mjölni) verður eini íslenski keppandinn á erfiðasta glímumóti heims, ADCC 2011, sem fram fer í Nottingham á Englandi 24.-25. september.
Fimm Íslendingar taka þátt í undankeppni ADCC í Evrópu fer fram í Turku í Finnlandi nk. laugardag, 21. maí. Sigurvegari hvers þyngdarflokks vinnur sér þátttökurétt á ADCC 2011 sem fram fer í Englandi að þessu sinni, dagana 24.-25. september. Af þessum 5 eru 4 úr keppnisliði Mjölnis en það eru þau Þráinn Kolbeinsson (-99), Sighvatur Magnús Helgason (-88), Axel Kristinsson (-66) og Auður Olga Skúladóttir (+60). Þá mun Arnar Freyr Vigfússon (-77) frá Combat Gym einnig keppa í undankeppninni.