BJJ Samband Íslands stofnað 3. nóv. 2007

Lógó BJÍ

Þann 3. nóvember 2007 var BJJ Samband Íslands (BJÍ) stofnað. Þetta er rökrétt framhald af þeirri útbreiðslu og áhuga sem hefur orðið í BJJ á Íslandi og er meginhlutverk BJÍ að stuðla að frekari útbreiðslu og keppnishaldi á íþróttinni. Aðildarfélög að BJÍ eru félögin Mjölnir og Fjölnir í Reykjavík sem og Fenrir á Akureyri. Haft var samband við aðra sem æfa BJJ en þeir sýndu ekki áhuga á samstarfi eins og staðan er í dag en nýjum félögum er ávallt fagnað. Einnig skal hafa í huga að æfingahópur er á Egilstöðum sem hefur þó ekki enn félag á bakvið sig.

Stjórn BJÍ:
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, formaður.
Árni Þór Jónsson, ritari
Sigursteinn Snorrason, gjaldkeri
Haraldur Óli Ólafsson, meðstjórnandi.

Aðalhlutverk BJÍ er að halda árlegt Íslandsmeistarmót í BJJ. Stefnt er að halda það í mars nk. Samin hafa verið lög BJÍ. Samdar voru verið keppnisreglur sem notaðar voru á Setningarmóti BJÍ 24. nóvember 2007.