BJJ Samband Íslands - BJÍ

BJJ Samband Íslands - BJÍ

BJÍ er samband þeirra félaga sem æfa Brasilískt Jiu Jitsu (BJJ) og/eða uppgjafarglímu (Submission Grappling) á Íslandi.

Aðalfundur BJÍ 2024

Aðalfundur BJÍ fer fram þann 8.janúar 2024 í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Við minnum á lagabreytingar sem áttu sér stað fyrr á árinu er varða fulltrúa og atkvæðisrétt aðildarfélaga. Öllum aðildarfélögum ber að senda frá sér fulltrúa á aðalfund sem þar hefur málfrelsi og tillögurétt en einungis þau aðildarfélög sem …

Auka Aðalfundur 2023

Auka aðalfundur BJÍ verður haldinn 12.maí kl. 14 í húsakynnum Mjölnis, Flugvallarvegur 3-3A. Fundarherbergi á annarri hæð. Dagskrá: 1. Setning.2. Kosning fundarstjóra og ritara.3. Lagðar fram lagabreytingar.4. Lagðar fram aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar.HLÉ5. Álit og tillögur og atkvæðagreiðslur um þær.6. Önnur mál.7. Fundarslit. Athugið …

Stjórn BJÍ 2023

Á aðalfundi BJÍ þann 9.janúar 2023 var kosin ný stjórn félagsins. Arna Diljá var ein úr fráfarandi stjórn sem gaf aftur kost á sér í stjórn en Bjarni Ká tók þó að sér stöðu varamanns. Ný stjórn BJÍ fyrir árið 2023 er eftirfarandi: Formaður: Margrét Ýr Sigurjónsdóttir (Mjölni)Varaformaður: Bjarki Þór …

Íslandsmeistaramót 2021 – Nogi og Gi

Tekin var ákvörðun á aðalfundi BJÍ um að halda Íslandsmeistarmót árið 2021 í Laugardalshöllinni daganna 16. og 17. október. Þetta verður í fyrsta skipti sem keppt verður í bæði nogi og gi á Íslandsmeistaramóti.Mótið verður opið öllum aldri og óháð þjóðerni, en mun efsti Íslendingurinn standa uppi sem Íslandsmeistari. Er …

Stjórn BJÍ 2021-2022

Á aðalfundi 08.06 var kosin ný stjórn félagsins. Bjarni Ká Sigurjónsson, Jóhann Kristinsson, Sigurpáll Albertsson og Arna Diljá St. Guðmundsdóttir gáfu kost á sér aftur og voru þau einróma kosin til starfa ásamt Halldóri Sveinssyni og Ými Vésteinssyni sem koma nýjir inn. Úr stjórninni gengur Ásta Sigríður Sveinsdóttir og þakkar …

Aðalfundur

Eins og áður hefur komið fram verður aðalfundur haldinn 8. júní næst komandi. Hefst fundurinn stundvíslega klukkan 20:00 og verður haldinn á jarðhæð að Stórhöfða 23, 110 Reykjavík. Engar reglubreytingar hafa borist stjórn fyrir fundinn. Sé þess óskað þá verður fundurinn einnig aðgengilegur á fjarskiptaforriti en beiðni þess efnis þarf …

Aðalfundur

Boðað er til aðalfundar BJÍ 8. júní næstkomandi, staðsetning tilkynnt síðar. Dagskrá fundar 1. Setning.2. Kosning fundarstjóra og ritara.3. Skýrsla stjórnar flutt.4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga sambandsins til samþykktar.5. Stjórn leggur fram verkefna- og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.6. Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar.7. Lagðar fram aðrar tillögur og önnur …

Frestun móta

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn BJÍ ákveðið að axla þá samfélagslegu ábyrgð að fresta öllu mótahaldi þar til á næsta ári. Þetta var ekki auðveld ákvörðun en enga síður sú réttasta í stöðunni þar sem við erum öll í þessu saman og erfitt að halda rúmlega 200 manna …

Hertar reglur vegna Covid-19 og aðgerðir BJÍ

Nýjar reglur um takmörkun á samkomum vegna COVID-19 tóku gildi föstudaginn 14. ágúst 2020. Helsta breytingin er sú að þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. BJÍ hefur sent inn til Heilbrigðisráðaneytisins, Sóttvarnarlæknis og Almannavarna drög að reglum hvað varðar …