Frestun móta

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn BJÍ ákveðið að axla þá samfélagslegu ábyrgð að fresta öllu mótahaldi þar til á næsta ári.
Þetta var ekki auðveld ákvörðun en enga síður sú réttasta í stöðunni þar sem við erum öll í þessu saman og erfitt að halda rúmlega 200 manna Íslandsmeistaramót í þessari óvissu.

Við stefnum því á stórt móts ár 2021 og hlökkum til að sjá ykkur á þeim mótum.

Stjórn BJÍ