Gull og silfur hjá Gunnari í USA

Gunnar með andstæðing sinn í hengingartaki
Gunnar með andstæðing sinn í hengingartaki

Gunnar Nelson tók þátt í NAGA (North American Grappling Championship) keppninni í New Jersey um helgina og vann gullverðlaun í NoGi! Hann sigraði engan annan en hinn þaulreynda svartbelting Jorge “Macaco” Patino frá Chute Boxe í úrslitunum. Þess má geta að Gunnar fékk ekki á sig eitt einasta stig í keppninni.

Gunnar keppti líka í Gi og náði silfurverðlaunum þar en tapaði úrslitaglímunni fyrir Dan Simmler. Við þetta má bæta að Dan Simmler sigraði 2008 Pan-Ams No-Gi (brúnbelti).

Þetta er frábær árangur hjá Gunnari og ljóst að hann er einn af fremstu íþróttamönnum Íslands í dag. Sjá nánar um þetta á bloggi Halla Nelson.