Gunnar Nelson vinnur gullið á Pan Am!

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson

Gunnar Nelson gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn sinn á  PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009. Ekki nóg með að hann ynni hinn þekkta Clark Graice í fyrstu glímunni heldur hélt hann áfram og sigraði 5 andstæðinga alls, þar af Bruno Alves (silfurverðlaunahafa frá síðasta heimsmeistarmóti) í úrslitunum á hengingartaki!

Enn einn snilldarárangur Gunnars og vill BJÍ undirstrika og leggja áherslu á að Gunnar er klárlega einn af okkar fremstu íþróttamönnum og er það ekki á hverjum degi sem Íslendingur nær hvílíkum árangri á erlendum vettvangi.
Til hamingju Gunnar!