Gunnar Nelson með silfur á Heimsmeistaramótinu!

Gunnar Nelson gerði sér lítið fyrir og náði silfurverðlaunum á Heimsmeistaramótinu í BJJ (Mundials). Keppnin var haldin á föstudeginum og laugardeginum. Gunnar hóf keppni á föstudegi í Opnum flokki og tapaði naumlega fyrir ríkjandi heimsmeistara Ryan Beauregard í 1. umferð. Gunnar mætti svo tvíefldur til leiks í sínum þyngdarflokki og lenti aftur á móti Beauregard en sigraði hann í það skiptið. Í úrslitaglímunni tapaði hann naumt á móti Gabriel Goulart. Gunnar var með yfirhöndina lengst af í glímunni en fékk á stig og tapaði naumt 2-0. Þetta verður að teljast stórkostlegur árangur hjá Gunnari. Til hamingju Gunnar!

Sjá nánar um þetta á bloggi Halla Nelson.

Gunnar sigrar einn andstæðing sinn á Heimsmeistaramótinu