Gunnar í fjórða sæti í opnum flokki á ADCC!

Gunnar Nelson lenti í fjórða sæti á ADCC mótinu í Barcelona. Gunnar vann þungavigtarmanninn Jeff Monsoon í fyrstu umferð og kom það flestum á óvart enda Monsoon með gríðarlega sigursælan feril að baki og þyngstur keppenda í opna flokkinum en Gunnar léttastur. Monson hefur m.a. tvisar unnið til gullverðlauna á ADCC auk þess að vera fyrrum heimsmeistari í uppgjafarglímu. Í 8 manna úrslitum sigraði Gunnar svo David Avellan en tapaði síðan fyrir margföldum heimsmeistara Xande Ribeiro í undanúrslitum en Ribero vann gullið í -99kg flokknum og endaði reyndar með því að vinna silfur í opnum flokki eftir að hafa meiðst í úrslitaglímunni. Gunnar mætti ákveðinn í bronsbardagann en tapaði á síðustu sekúndunni fyrir fjórföldum heimsmeistara, Vinny Magalhães, þegar andstæðingur hans náði að fella Gunnar í gólfið og fékk því tvö stig og vann 2-0 í framlengingu. Gunnar sýndi hins vegar hversu gríðarlega öflugur keppandi hann er, með þessum frábæra árangri á sterkasta uppgjafarglímumóti heims, og sannaði enn og aftur að hann er einn besti íþróttamaður sem Íslands hefur alið.

Nánari upplýsingar um gengi Gunnars á ADCC er að finna á bloggi Halla Nelson.

Gunnar Nelson sigrar Jeff Monson
Gunnar Nelson sigrar tröllið Jeff Monson