Aðalfundur BJÍ 2013 verður 5. nóvember

Aðalfundur BJÍ 2013 verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi í húsnæði Mjölnis (Mjölniskastalanum) að Seljavegi 2 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20:00.
Fundarboð hefur verið sent formönnum allra aðildarfélaga BJÍ.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Setning.
 2. Kosnir fastir starfsmenn fundar
 3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína.
 4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga sambandsins til samþykktar.
 5. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
 6. Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar.
 7. Lagðar fram aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar.
 8. Álit og tillögur og atkvæðagreiðslur um þær.
 9. Önnur mál.
 10. Kosning stjórnar, og endurskoðenda.
 11. Fundarslit.