Íslandsmeistaramótið í BJJ verður sunnudaginn 17. nóvember

Íslandsmeistaramótið í BJJ 2013Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ 2013 verður haldið sunnudaginn 17. nóvember næstkomandi í sal Ármenninga í Laugardalnum, þar sem það hefur verið undanfarin ár. Það er salurinn Skellur sem er á neðstu hæð Laugarbóls við hliðina á gervigrasvellinum. Húsið opnar kl. 10:00 og fyrstu glímur hefjast uppúr kl. 10:30.

Þyngdarflokkar eru eftirfarandi:

Karlar
-64 kg
-70 kg
-76 kg
-82,3 kg
-88,3 kg
-94,3 kg
-100,5 kg
+100,5 kg

Konur
-64 kg
+64 kg

Jafnframt verður keppt í opnum flokki karla og kvenna.

Vigtað er í Gi (galla) á mótsdag.

Lágmarksaldur fyrir þátttöku í Íslandsmeistaramóti fullorðna er 18 ára aldur.

Þátttökugjald er kr. 2.000 á keppanda. Keppendur skrái sig hjá sínu félagi. Félögin skulu skila lista með nöfnum þátttakanda og þyngdarflokkum sinna félaga til mótsstjóra fyrir kl. 13:00 fimmtudaginn 14. nóvember. Eftir það er ekki hægt að skrá sig til þátttöku í mótinu. Mótsstjóri er Pétur Marel Gestsson (petur@isafold.is).

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og skráningar á BJÍ á netfangið bji@bji.is

Atburðurinn á Facebook.

Þess má geta að Íslandsmeistaramót barna- og unglinga verður helgina á undan, sunnudaginn 10. nóvember, í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um það verða birtar innan tíðar.