Shanti Abelha með æfingabúðir í Mjölni

Shanti Abelha verður með æfingabúðir i Mjölni á föstudagskvöldið frá kl. 18-20 (Gi) og á laugardaginn frá kl. 13-17 (NoGi – 1 klst. hlé inni í því). Skráning er hafin í afgreiðslu Mjölnis, í síma 534 4455 og á netfanginu mjolnir@mjolnir.is. Shanti er ein af örfáum konum í Evrópu með svart belti í BJJ og gríðarlega reynd í keppnum og kennslu. Þetta er því einstakt tækifæri til að fara á æfingabúðir hjá einni af bestu glímukonum heims.

Shanti-poster