Úrslit á Íslandsmóti fullorðinna 2013

Verðlaunahafar í Opnum flokki karla
Verðlaunahafar í Opnum flokki karla

Í dag sunnudaginn 17. nóvember fór fram fjölmennasta fullorðins BJJ mót frá upphafi en 94 keppendur voru skráðir til leiks frá fimm félögum, Fenri Akureyri, Mjölni Reykjavík, Gracie skólanum Garðabæ, Sleipni Keflavík og Ármanni Reykjavík.

Margar skemmtilegar glímur sáust á mótinu og greinilegt að uppgangur íþróttarinnar er mikill. Aðildarfélög eiga hrós skilið fyrir það góða starf sem greinilega er unnið í klúbbunum.

Opinn flokk karla vann Ingþór Örn Valdimarsson, Fenri.
Opinn flokk kvenna vann Anna Soffía Víkingsdóttir , Mjölni.

Mjölnir var stigahæsta félagið með 106 stig, næst komu Fenrir með með 21 stig og þá Sleipnir með 16 stig. Önnur lið náðu ekki stigum.

Hér eru öll úrslit dagsins:

-64 kg flokkur kvenna
1. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Sunna Wiium (Mjölnir)
3. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)

+64 kg flokkur kvenna
1. sæti: Anna Soffía Víkingsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen (Mjölnir)

-70 kg flokkur karla
1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
2. sæti: Brynjólfur Ingvarsson (Mjölnir)
3. sæti: Bjarki Ómarsson (Mjölnir)

-76 kg flokkur karla
1. sæti: Aron Daði Bjarnason (Mjölnir)
2. sæti: Hjalti Andrés Sigurbjörnsson (Mjölnir)
3. sæti: Ivan Teitsson (Mjölnir)

-82 kg flokkur karla
1. sæti: Daði Steinn Brynjólfsson (Mjölnir)
2. sæti: Bjarni Baldursson (Mjölnir)
3. sæti: Pétur Jónasson (Mjölnir)

-88 kg flokkur karla
1. sæti: Eiður Sigurðsson (Mjölnir)
2. sæti: Björn Lúkas Haraldsson (Sleipnir)
3. sæti: Pétur Daníel Ámundarson (Mjölnir)

-94 kg flokkur karla
1. sæti: Ingþór Örn Valdimarsson (Fenrir)
2. sæti: Bjarni Kristjánsson (Mjölnir)
3. sæti: Jón Gunnar Ragnarsson (Mjölnir)

-100 kg flokkur karla
1. sæti: Birkir Freyr Helgason (Mjölnir)
2. sæti: Halldór Logi Valsson (Fenrir)
3. sæti: Birgir Rúnar Halldórsson (Mjölnir)

+100 kg flokkur karla
1. sæti: Guðmundur Stefán Gunnarsson (Sleipnir)
2. sæti: Eggert Djaffer Si Said (Mjölnir)
3. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna
1. sæti: Anna Soffía Víkingsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen (Mjölnir)

Opinn flokkur karla
1. sæti: Ingþór Örn Valdimarsson (Fenrir)
2. sæti: Björn Lúkas Haraldsson (Sleipnir)
3. sæti: Guðmundur Stefán Gunnarsson (Sleipnir)

Stig liða á mótinu:
Mjölnir 106 stig
Fenrir 21 stig
Sleipnir 16 stig
Grace Jiu Jitsu skólinn 0 stig
Ármann 0 stig