Stórglæsilegur árangur Íslendinga á Evrópumeistaramóti í Brasilískur Jiu Jitsu.

Íslendingar rökuðu inn verðlaunum á Evrópumeistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu sem haldið var í Lissabon dagana 21. til 25. janúar. Alls voru 22 Íslendingar, frá fimm félögum, skráðir til leiks og unnu þeir samanlagt til fimm gullverðlauna, tveggja silfurverðlauna og fjögurra bronsverðlauna. Sérstaka athygli vakti góð frammistaða stelpnanna í hópnum.

Stelpurnar urðu sérlega sigursælar á mótinu, með fjögur gull, tvö silfur og eitt brons
Stelpurnar urðu sérlega sigursælar á mótinu, með fjögur gull, tvö silfur og eitt brons

Mótið var geysisterkt, með 3400 skráða keppendur, sem gerir þetta að stærsta BJJ móti sem haldið hefur verið til þessa. Keppt er eftir fimm beltaflokkum: hvítu, bláu, fjólubláu, brúnu og svörtu, en auk þess eru keppendur einnig flokkaðir eftir aldri og þyngd.

Hér má sjá nær allan hópinn
Hér má sjá nær allan hópinn

Verðlaunahafar voru eftirfarandi:

Ólöf Embla Kristinsdóttir hjá VBC varð Evrópumeistari í flokki hvítbeltinga undir 64 kg.
Guðrún Björk Jónsdóttir hjá VBC vann til silfurverðlauna í flokki hvítbeltinga undir 79 kg.
Sigrún Helga Lund frá Mjölni varð tvöfaldur Evrópumeistari, bæði í flokki fjólublábeltinga -74 kg 30 ára og yfir og í opnum flokki.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir frá Mjölni varð Evrópumeistari í flokki blábelta undir 64 kg 30 ára og yfir auk þess að fá silfur í opnum flokki.
Ása Guðmundsdóttir frá Fenri varð Evrópumeistari í flokki blábeltinga yfir 79 kg 30 ára og yfir auk þess að vinna sér inn brons í opnum flokki.
Axel Kristinsson úr Mjölni vann til bronsverðlauna í flokki brúnbeltina undir 64 kg.
Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni vann til bronsverðlauna í flokki brúnbeltinga undir 94 kg.
Árni Snær Fjalarsson úr Mjölni vann til bronsverðlauna í flokki hvítbeltinga undir 79 kg, 16 ára og yngri.