Stórkostlegur árangur á degi þrjú á EM

Íslendingar náðu stórkostlegum árangri á degi þrjú á Evrópumeistaramótinu í BJJ. Sigrún Helga Lund frá Mjölni vann tvöfalt gull, bæði í flokki fjólublábeltinga -74 kg 30 ára og yfir og í opnum flokki. Sunna Rannveig Davíðsdóttir frá Mjölni vann gull í flokki blábelta undir 64 kg 30 ára og yfir auk þess að fá silfur í opnum flokki. Ása Guðmundsdóttir frá Fenri fékk gull í flokki blábeltinga yfir 79 kg 30 ára og yfir auk þess að vinna sér inn brons í opnum flokki.

SigrunH
Sigrún Helga vann til gullverðlauna í opnum flokki fjólublábeltinga
SigrunH1
Sigrún Helga vann til gullverðlauna í flokki fjólublábeltinga 74 kg og léttari
Sunna
Sunna Rannveig vann til gullverðlauna í flokki blábeltinga 58 kg og léttari
Asa
Ása vann til gullverðlauna í flokki blábeltinga 79 kg og yfir
SunnaogAsa
Sunna Rannveig og Ása unnu til silfur- og bronsverðlauna í opnum flokki blábeltinga