Aðalfundur BJÍ – Pétur Marel nýr formaður

Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 5. nóvember. Stjórn gaf skýrslu sína og lagði fram endurskoðaða reikninga Sambandsins og fjárhagsáætlun næsta árs. Líkt og áður hefur aðaláhersla stjórnar BJÍ legið í því að halda Íslandsmeistaramót í BJJ. Mikil vinna hefur verið lögð í …

Aðalfundur BJÍ 2013 verður 5. nóvember

Aðalfundur BJÍ 2013 verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi í húsnæði Mjölnis (Mjölniskastalanum) að Seljavegi 2 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20:00. Fundarboð hefur verið sent formönnum allra aðildarfélaga BJÍ. Dagskrá aðalfundar: Setning. Kosnir fastir starfsmenn fundar Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga sambandsins til samþykktar. …

Sighvatur og Sigrún úr Mjölni Íslandsmeistarar

Sigrún Helga Lund og Sighvatur Magnús Helgason
Síðastliðinn laugardag, 17. nóvember, fór fram Íslandsmeistaramót í Brasilísku Jiu Jitsu í húsnæði glímufélagsins Ármanns. Á mótinu kepptu yfir 60 keppendur frá fjórum félögum, Fenri Akureyri, Mjölni Reykjavík, Pedro Sauer Garðabæ og Sleipni Keflavík. Mjölnir var sigurvegari mótsins en félagið vann 8 flokka af 10 auk þess sem þau Sighvatur Magnús Helgason og Sigrún Helga Lund, bæði úr Mjölni, unnu opna flokka karla og kvenna auk þess að vinna sína þyngarflokka.