Sighvatur og Sigrún úr Mjölni Íslandsmeistarar

Sigrún Helga Lund og Sighvatur Magnús Helgason
Sigrún Helga Lund og Sighvatur Magnús Helgason

Síðastliðinn laugardag, 17. nóvember, fór fram Íslandsmeistaramót í Brasilísku Jiu Jitsu í húsnæði glímufélagsins Ármanns. Á mótinu kepptu yfir 60 keppendur frá fjórum félögum, Fenri Akureyri, Mjölni Reykjavík, Pedro Sauer Garðabæ og Sleipni Keflavík.  Keppt var í átta þyngdarflokkum auk tveggja opinna flokka. Margar flottar glímur mátti sjá á mótinu og er greinilegt að uppgangur íþróttarinnar er mikill og félögin að vinna gott starf. Mjölnir var sigurvegari mótsins en félagið vann 8 flokka af 10. Þau Sighvatur Magnús Helgason og Sigrún Helga Lund, bæði úr Mjölni, unnu sína þyngarflokka auk þess að vinna opna flokka karla og kvenna.

Úrslit mótsins voru:

-64 Kg. Kvenna
Sunna Rannveig Davíðsdóttir – Mjölni
Maríanna Þórðardóttir – Pedro Sauer
Harpa Hrund Jóhannsdóttir – Mjölni

+64 Kg. Kvenna
Sigrún Helga Lund – Mjölni
Hafdís Vera Emilsdóttir – Pedro Sauer
Auður Ómarsdóttir – Mjölni

-70 kg. Karla
Axel Kristinsson – Mjölni
Brynjólfur Ingvarsson – Mjölni
Ómar Yamak – Mjölni

-76 kg. Karla
Jósep Valur Guðlaugsson – Mjölni
Aron Daði Bjarnason – Mjölni
Ólafur Þórðarson – Pedro Sauer

-82.3 Kg. Karla
Björn Lúkas Haraldsson – Sleipni
Bjarki Þór Pálsson – Mjölni
Pétur Jónasson – Mjölni

-88.3 Kg. Karla
Sighvatur Magnús Helgason – Mjölni
Hjörtur Ólafsson – Pedro Sauer
Sigurður Egill Harðarson – Mjölni

– 100.5
Þráinn Kolbeinsson – Mjölni
Ingþór Örn Valdimarsson – Fenri
Jóhann Ingi Bjarnason – Fenri

+100.5
Guðmundur Stefán Gunnarsson – Sleipni
Eggert Djaffer Si said – Mjölni
Pétur Jóhannes Óskarsson – Mjölni

Opinn flokkur kvenna
Sigrún Helga Lund – Mjölni
Auður Ómarsdóttir – Mjölni
Sunna Rannveig Davíðsdóttir – Mjölni

Opinn flokkur karla
Sighvatur Magnús Helgason – Mjölni
Þráinn Kolbeinsson – Mjölni
Björn Vilberg Jónsson – Mjölni

Stig liða á Íslandsmótinu
Mjölnir – 98
Sleipnir – 18
Pedro Sauer – 10
Fenrir – 4