Íslandsmeistaramót barna- og unglinga 2014

Íslandsmeistaramót barna- og unglinga fór fram í dag í húsnæði Sleipnis í Reykjanesbæ. Keppendur komu frá fimm félögum og var sérstaklega gaman að sjá hversu margir keppendur lögðu á sig ferðalag frá Akureyri. Í öllum aldursflokkum mátti sjá tæknilegar og flottar glímur sem sýnir vel það frábæra starf sem félögin eru að vinna. Glímutækni ungmenna okkar er svo mikil að maður getur ekki annað en hlakkað til að fá að fylgjast með þessu flotta glímufólki komandi ár. Um leið og við óskum sigurvegurum til hamingju með glæsilegan árangur þá langar okkur að þakka þann mikla drengskap og íþróttaanda sem liðsstjórar, þjálfara og keppendur sýndu í dag. Framtíðin er björt.

Úrslit úr 8-10 ára flokknum vantar en þar var einungis hægt að sigra eftir stigum og engin uppgjafartök leyfð. Allir keppendur voru sigurvegarar og fengu þeir verðlaunapening að launum.

11-12 ára

-40 kg flokkur drengja

1. sæti: Mikael Leó
2. sæti: Emil Adrian
3. sæti: Daníel D

-45 kg flokkur drengja

1. sæti: Gunnar Örn
2. sæti: Stefán Elías
3. sæti: Björgúlfur

+50 kg flokkur drengja

1. sæti: Kári Hlynsson
2. sæti: Sveinn Brimar
3. sæti: Halldór Ýmir

+35 kg flokkur stúlkna

1. sæti: Elísabet Anna
2. sæti: Anna Margrét
3. sæti: Embla Ýr

13-14 ára

-55 kg flokkur drengja

1. sæti: Einar Þór
2. sæti: Daníel Tjörvi
3. sæti: Valtýr Steinar

-60 kg flokkur drengja

1. sæti: Hafþór Árni
2. sæti: Róbert Ingi
3. sæti: Viktor Gunnarsson

-67 kg flokkur drengja

1. sæti: Bjarni Þór
2. sæti: Andreas Snær
3. sæti: Halldór Logi

+83 kg flokkur drengja

1. sæti: Davíð Matthíassson
2. sæti: Guðmundur
3. sæti: Arnar Valur

Opinn flokkur stúlkna

1. sæti: Snædís Birna
2. sæti: Catarina Chainho
3. sæti: Izabela Luiza

15-17 ára

-60 kg flokkur drengja

1. sæti: Gunnar Sigurðsson
2. sæti: Alfreð Steinar
3. sæti: Andri Baldvinsson

-67 kg flokkur drengja

1. sæti: Jón Axel
2. sæti: Michael Christopher
3. sæti: Styrmir Þór

-75 kg flokkur drengja

1. sæti: Kristján Helgi
2. sæti: Bjarni Darri
3. sæti: Styrmir Steinþórsson

-83 kg flokkur drengja

1. sæti: Árni Snær
2. sæti: Sigurður Alfonsson
3. sæti: Rúnar Freyr

+83 kg flokkur drengja

1. sæti: Böðvar Tandri
2. sæti: Hinrik Þór
3. sæti: Andri Viðar

-67 kg flokkur stúlkna

1. sæti: Þóra Höskuldsdóttir
2. sæti: Marín Veiga
3. sæti: Lára Sif

-75 kg flokkur stúlkna

1. sæti: Guðrún Björk
2. sæti: Aníka

+83 kg flokkur stúlkna

1. sæti: Íris Hrönn
2. sæti: Krista María

Opinn flokkur drengja

1. sæti: Kristján Helgi (Mjölnir)
2. sæti: Hinrik (Mjölnir)
3. sæti: Böðvar Tandri (Mjölnir)

Opinn flokkur stúlkna

1. sæti: Guðrún Björk (VBC)
2. sæti: Íris Hrönn (Fenrir)
3. sæti: Þóra Höskuldsdóttir (Fenrir)

Heildar stigakeppni liða

1. sæti: Mjölnir (88 stig)
2. sæti: Fenrir (59 stig)
3. sæti: Sleipnir (46 stig)