Úrslit Íslandsmeistaramóts BJÍ 2016

Ólöf Embla og Guðrún Björk í úrslitum í opnum flokki kvenna.
Ólöf Embla og Guðrún Björk í úrslitum í opnum flokk kvenna.

Íslandsmeistaramót BJÍ var haldið í níunda sinn í húsakynnum Mjölnis að seljavegi 2, þann 19. nóvember. 55 keppendur voru skráðir til leiks frá 5 félögum. Mótið gekk vonum framar og var vel sótt af áhorfendum. Mikil tilþrif voru sýnd í glímum mótsins sem sýnir ört vaxandi getustig keppenda.

Áhorfendur og hliðardómari fylgjast með hverri hreyfingu keppenda í opna flokknum.
Áhorfendur og hliðardómari fylgjast með hverri hreyfingu keppenda í opna flokknum.
Axel Kristinsson tekur beinan olnbogalás eins og hann er þekktur fyrir.
Axel Kristinsson læsir andstæðing sinn í beinan olnbogalás eða “armbar”.

Sighvatur Magnús Helgason og Ólöf Embla Kristinsdóttir voru sigurvegarar mótsins og nældu sér í tvenn gullverðlaun hvor. Í sínum þyngdarflokk sem og opna flokknum.

Kristján Helgi Hafliðason fékk svo verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins fyrir „baseball“ hengingu í undanúrslitum opna flokksins.

Sighvatur Magnús og Kristján Helgi í úrslitaglímu í opnum flokki karla.
Sighvatur Magnús og Kristján Helgi í úrslitaglímu í opnum flokk karla.
Bjarki Þór, sigurvegari -82 kg flokki setur hér pressuna og reynir við "guard pass".
Bjarki Þór, sigurvegari -82 kg flokki setur hér pressuna og reynir við “guard pass”.

Mörg tilþrifamikil uppgjafartök sáust á vellinum, sem dæmi “Tarikoplata” (afbrigði af Omoplata) sem Kristján Helgi náði í 16 liða úrslitum í opna flokknum, fljúgandi beinan olnbogalás “flying armbar” sem Halldór Logi náði í +100 kg flokki og Axel Kristinsson náði beinum olnbogalás “armbar” í -64 kg flokki.

Pétur Marinó einbeittur en hann tók fyrsta sæti í -94 kg flokki karla
Pétur Marinó tekst á við Bjarka Pétursson en sá fyrrnefndi tók fyrsta sæti í -94 kg flokki karla.

Ljósmyndir: Kolka Rós Bergþóru Hjaltadóttir

Hér má sjá úrslit mótsins:

-64 kg flokkur kvenna

1. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
2. sæti: Sunna Jóhannesdóttir (Mjölnir)

+64 kg flokkur kvenna

1. sæti: Hafdís Vera Emilsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Guðrún Björk Jónsdóttir (VBC)
3. sæti: Sóllilja Baltasardóttir (Mjölnir)

-64 kg flokkur karla

1. sæti: Axel Kristinsson (Mjölnir)
2. sæti: Gunnar Sigurðsson (VBC)
3. sæti: Bjarki Jóhannesson (Mjölnir)

-70 kg flokkur karla

1. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
2. sæti: Aron Elvar Jónsson (Mjölnir)
3. sæti: Marias Sigurðsson (Mjölnir)

-76 kg flokkur karla

1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
2. sæti: Kristján Einarsson (Mjölnir)
3. sæti: Hrafn Þráinsson (Mjölnir)

-82 kg flokkur karla

1. sæti: Bjarki Þór Pálsson (Mjölnir)
2. sæti: Aron Daði Bjarnason (Mjölnir)
3. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)

-88 kg flokkur karla

1. sæti: Daði Steinn Brynjarsson (VBC)
2. sæti: Nils Nowenstein (Mjölnir)
3. sæti: Óli Björn (Mjölnir)

-94 kg flokkur karla

1. sæti: Pétur Marinó Jónsson (Mjölnir)
2. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)
3. sæti: Bjarki Pétursson (Mjölnir)

-100 kg flokkur karla

1. sæti: Sighvatur Magnús Helgason (Mjölnir)
2. sæti: Ýmir Vésteinsson (VBC)
3. sæti: Friðjón Ingi Sigurjónsson (Mjölnir)

+100 kg flokkur karla

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Fenrir)
2. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)
3. sæti: Alexander Zakarías Pétursson (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna

1. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
2. sæti: Guðrún Björk Jónsdóttir (VBC)
3. sæti: Sunna Jóhannsdóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Sighvatur Magnús Helgason (Mjölnir)
2. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
3. sæti: Marek Bujło (VBC)

Stig liða á mótinu:

Mjölnir 106 stig
VBC 40 stig
Fenrir 9 stig
Gracie 0 stig
Sleipnir 0 stig