Íslandsmeistaramótið í BJJ 2018

Íslandsmeistaramót fullorðinna í brasilísku jiu-jitsu 2018 verður haldið á morgun, laugardaginn 13. október í gömlu Laugardalshöllinni. Húsið opnar kl. 09 og verða þá keppendur vigtaðir í galla og gallinn mældur. Mótið sjálft hefst kl. 10 og verður keppt á fjórum völlum að þessu sinni. Aðeins verða tveir opnir flokkar eins og vani hefur verið fyrir, opinn flokkur kvenna og opinn flokkur karla, óháðir beltalit og þyngd.

Mótið er í stærra sniðinu en 102 keppendur eru skráðir til leiks frá fimm aðildarfélögum BJÍ.

Áhorfendur eru beðnir um að nota inngang C sem er framan á höllinni. Þá er bent á að Landbúnaðarsýningin er í gangi á sama tíma í nýju höllinni og gætu því bílastæði orðið af skornum skammti.