Almennt um stigagjöf
- Stig eru gefin þegar keppandi hefur tryggt stöðuna í 3 sek
- (T.d. guard pass úr half guard og gefa ökklan til að skora guard pass aftur)
- Ef keppandi er fastur í uppgjafartaki skorar hann ekki stiginn fyrr en eftir að hafa losað sig úr takinu og haldið stöðu í 3 sek.
- (T.d. guard pass úr half guard og gefa ökklan til að skora guard pass aftur)
- 4 stig: Mount, Back mount, Back control
- 3 stig: Guard pass
- 2 stig: Takedown, Sweep, Knee on belly
Villa gefin
- Villa á stigatöflu
- Villa á stigatöflu og Advantage á mótherja
- Villa á stigatöflu og Advantage á mótherja
- Brottrekstur (DQ)
Takedowns – 2 stig
- Byrjunar staða: báðir keppendur eru með báða fætur á jörðinni
- Fellir andstæðinginn á bakið, hliðina eða rass
- Fellir andstæðing niður á fjóra fætur
- Minnsta kosti 1 hné þarf að snerta jörðu
- Keppandi þarf að stjórna baki andstæðings í 3 sek til að fá stig, nóg er að staðsetja sig fyrir aftan andstæðing með minniháttar stjórn.
- Ekki er hægt að skora takedown nema báðir keppendur hafa staðið í 3 sek eða lengur
- t.d. ef báðir keppendur standa upp í sweep tilraun og keppandi á botninum er tekinn aftur niður innan 3 sek er ekki talið takedown.
- Sá keppandi sem endar í toppstöðu eftir takedown tilraun skorar stigin
- Það á við mótkast eða mótbragð frá jörðu (Sweep) innan 3 sek við lendingu
Guard – Skilgreining
- Guard er þegar keppandi í botn stöðu notar annan eða báða fætur til að stöðva andstæðing að komast fram hjá þeim og í stjórnandi toppstöðu.
- Turtle er ekki talið sem guard
- Sweep er skorað úr guard sókn
- Svo hægt sé að skora guard pass þarf guard fyrst að vera til staðar.
Guard pull – 0 stig
- Nauðsynlegt að hafa tök á andstæðingnum áður en guard pull byrjar.
- Ef keppandi sest á gólfið í guard án taka, skal honum sagt að standa upp
- Ef takedown tilraun byrjar á undan guard pull-i munu stig vera gefin fyrir takedown
- Ef guard pull er byrjar á undan takedown tilraun, eru enginn stig gefin
- Ef vafi liggur hvor byrjaði fyrst er almennt gefið takedown stig
- Ef andstæðingurinn er með buxnagrip áður en keppandi pullar guard er það talið sem takedown
Sweep – 2 stig
- Þegar keppandi í botn guard stöðu tekst að komast á topp og setja andstæðinginn í botn stöðu í 3 sek
- Ef andstæðingur fer í turtle og keppandi kemst upp og fyrir aftan hann með stjórn á baki er skorað sweep.
Knee on belly – 2 stig
- Þegar keppandi setur hné eða sköflung á maga, rifbein eða bringu með flatan fjær fót í jörðu
- Ef hné fjær fóts snertir jörðu er ekki skorað fyrir stöðuna
- Nauðsynlegt er að snúa að andstæðing (face to face)
- Nauðsynlegt að halda stöðunni í 3 sek.
Guard Pass – 3 stig
- Þegar keppandi kemst framhjá fótum andstæðings og í stjórnandi toppstöðu (Side control / North-south / mount / back-mount)
- Nauðsynlegt er að komast inn fyrir hné og olboga fyrir stjórn
- Guard þarf að vera til staðar til hægt sé að skora guard pass
- Dæmi 1: Ef keppandi lendir í side control úr takedown er ekki skorað guard pass
- Dæmi 2: Ef keppandi sleppur úr armbar og kemst í side control án þess að lenda í guard vörn eru engin stig gefin.
Mount & Back Mount – 4 stig
- Þegar keppandi situr á búk andstæðings, með bæði hné eða annað hné og fót á jörðu
- Ef ein hendi er föst undir fæti er skorað stig. Ef báðar hendur eru fastar eða annar fótur er yfir öxl er ekki skorað (t.d. í top triangle)
- Reverse mount skorar ekki stig (snúa baki í andlit andstæðings)
Back control – 4 stig
- Keppandi nær stjórn á baki andstæðings með báða fætur milli læra án þess að krossa lappir
- Ef ein hendi er föst undir löpp er skorað stöðuna. Ef báðar hendur eru fastar undir löppunum er ekki skorað.
Hlutverk dómara
- Hlutleysi
- Tryggja öryggi keppenda
- Stöðva glímu ef nauðsynlegt er (Keppendur ættu að stoppa í sömu stöðu og bíða eftir fyrirmælum)
- Gefa stig, villur og brottrekstur keppanda.
- Óska eftir fyrstu hjálp ef þörf er á.
- Hafa auga með ef og þarf að athuga hvort gi og annar útbúnaður sé löglegur.
- Almennt hreinlæti sé fylgt og einstaklingar séu heilbrigðir
- t.d. snyrtar neglur, engir skartgripir, kossageit (Ringworm) og almenn veikindi
- Dómarar eiga alltaf síðasta orðið
- Halda glímu inni á vellinum
- Niðurstöðu glímu má aðeins breyta ef:
- Vitlaus stig voru á stigatöflu
- Ólöglegt bragð/grip notað sem dómari tók ekki eftir fyrr en eftir glímu
- Hægt að ráðfæra sig við yfirdómara en vallardómari hefur samt seinasta orðið
- Ávallt ráðfæra sig við borðadómara/mótstjóra hvort að næsta glíma sé byrjuð. Ef svo er þá er of seint að breyta niðurstöðu glímu
Þrír dómarar
- Stundum eru valdir 3 dómarar fyrir ákveðnar glímur
- 1 vallardómari og 2 horndómarar
- Dómarar hafa jafn mikil gildi og þurfa minnsta kosti 2 að vera sammála um stigagjöf.
- Ef horndómarar eru sammála valladómara er óþarfi að gefa nein merki. Þögn og er sama og samþykki.
- Ef horndómarar eru ósammála valladómara skulu þeir standa upp og gefa viðeigandi merki fyrir þeirra ákvörðun.
Dómara bendingar
- Nota skýrar bendingar með höndum
- spara raddböndin, oft kliður í salnum og hlutlaus leið til að koma nauðsynlegum upplýsingum á framfæri
- Rödd er notuð til að byrja og stoppa glímu í bland við ábendingar.
- „Byrja!“ eða „Stopp!“
- Ekki er nauðsynlegt fyrir dómara að segja meira
- Bent er á PDF útgáfu reglubókarinnar til að sjá myndrænar útskýringar á dómarabendingum með skýringum (linkur efst á síðu)
Uppgjafir og endanleg stöðvun
- Ef keppandi „tappar“ 2x hefur hann gefist upp
- Ef keppandi tjáir sig með orðum um að stoppa hefur hann gefist upp
- Ef keppandi öskrar eða gefur önnur hljóð um sársauka er stöðvað glímuna og sá hinn sami tapar
- Ef keppandi þarf að stoppa vegna vöðvakrampa er það tap
- Ef það blæðir úr keppanda og fyrstu hjálpar aðilar hafa ekki náð að stöðva hana tvígengis þarf hinn sami að gefa glímuna (2x per sár)
- Ef keppandi ælir eða hefur aðra erfiðleika með líkamsstjórn er það tap
- Ef keppandi missir meðvitund hefur hann tapað
Dómaraákvörðun
- Ef keppendur eru jafnir á stigum og villufjölda
- Horft er á sókn keppanda til að dæma um sigurvegara
- Hvor var nærri því að skora næstum því stig í glímunni
- Hvor var lengur í sóknarstöðu
- Hægt er að spyrja borðdómara um skoðun en valladómari og horndómarar hafa seinasta orðið
Töf – Villa gefin
- Bardagavilji ekki til staðar.
- Skilgreint sem hegðun sem að tefur viljandi glímu án hreyfinga eða sýna vilja til að bæta stöðuna sína eða kom veg fyrir að andstæðingurinn geti bætt stöðuna sína.
- Vörn hjá keppanda í botn stöðu er ekki töf og eins hjá keppanda í sóknarstöðu í mount eða back control
- Dæmi um töf: Ekki reynt að bæta stöðuna sína úr side-control eða north south.
- Ekki reynt að bæta stöðuna sína úr closed guard og komið í veg fyrir að andstæðingur geti gert það sama. (topp og botn).
- Grípa í belti í standandi stöðu til að koma í veg fyrir að takedown tilraun geti byrjað hjá hvorugum.
- Double guard pull. Ef báðir keppendur pulla guard á sama tíma hafa þeir 20 sek til að annar standi upp eða komast í uppgjafartak áður en báðir keppendur fá villu.
Almennar villur – Villa gefin
- Guard pull án taka
- Flýja út fyrir glímu svæði, standandi eða í gólfglímu
- Ýta andstæðing viljandi útaf glímu svæði
- Standa upp og neita byrja glíma aftur (t.d. heimta eða bíða eftir að andstæðingur standi líka upp)
- Brjóta grip við guard pull og neita halda áfram að glíma við andstæðinginn í gólfinu
- Viljandi fara úr galla eða belti til að stoppa glímuna
- Grip með fingur inni í ermi eða buxnaskálm
- Setja fót inn fyrir galla eða buxur andstæðings eða hendi í gegnum galla.
- Keppandi tjáir sig gagnvart ákvörðun dómara á meðan á glímu stendur
- Neitað að fylgja fyrirmælum dómara
- Labba út af velli áður en úrslit eru kynnt
- Að grípa í föt andstæðings þegar keppt er í No-gi
- Setja hendur eða fót í andlit andstæðings
- Setja fót inn fyrir belti andstæðings
- Stíga á lapel andstæðings án þess að hafa grip á lapelinu til stuðnings
- Setja fót á lapelið fyrir aftan háls andstæðings
- Nota óbundið belti til að aðstoða sig eða kyrkja andstæðing
- Eyða meir en 20 sek í að laga gallann sinn. (20 sek per aðlögun, galli, belti, buxur)
- Hlaupa um völlinn og forðast glímu
- Óviljandi eða viljandi hegðun sem setur andstæðinginn í ólöglega stöðu
- Hoppa í guard (BJÍ)
- Í flokkum undir 15 ára og hvít beltinga flokk er einnig öll hoppandi tækni bönnuð. T.d. Flying triangle eða armbar
- Þegar keppandi fagnar óviðeigandi fyrir, eftir eða á meðan glíma stendur. En ekki jafn alvarleg hegðun og er tekið fram í óíþróttarmannlega kaflanum.
- Dæmi: Hegðun ætluð til að ógna eða gera lítið úr alvarleika viðburðarins
Alvarleg brot – Brottrekstur (DQ)
- Ef galli eyðileggst og keppanda tekst ekki að fá annan galla í staðinn innan þess tíma sem er gefin af dómara
- Flýja út af velli viljandi til að forðast læst uppgjafartak
- Ef keppandi er fastur í uppgjafartaki og brýtur af sér svo að dómari þurfi að stoppa glímuna
- Viljandi reyna fá andstæðing sinn DQ með því að þvinga hann í ólöglega stöðu
- Keppandi er ekki í nærfötum eða í óviðeigandi nærfötum (Kafli 8.3.10 IBJJF reglubók)
- Notkun krems, olíu eða gels til að gera sig sleipari
- Notkun efna til að auka núning á líkama
- Noktun efna til að gera galla sinn sleipari
- Kyrking án galla með einni eða tveimur höndum utan um háls með pressu á barkakýli
- Setja hendi fyrir nef eða munn andstæðings til að trufla öndun
- Ef keppandi ver sig við single leg og haus andstæðings er fyrir utan líkama, með því að skella honum viljandi haus fyrst í gólfið
- Suplex kast þar sem andstæðingur lendir á haus eða háls fyrst
- Ef keppandi notar ólögleg brögð eða tækni í sínum flokki. Sjá viðeigandi reglutöflu
Óíþróttamannsleg hegðun – Brottrekstur (DQ)
- Óvirðing í orðum eða hegðun gagnvart keppanda, dómara eða áhorfanda
- Blótsyrði, móðganir, ógnanir og grín til að gera lítið úr öðrum
- Notkun högga, toga í hár, bíta eða viljandi hörð pressa á klofsvæði eða augu