Skráningu á Íslandsmeistaramótið lýkur á fimmtudag

BJÍ minnir félagsmenn sína á að skráningu á Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ lýkur á fimmtudaginn kl. 18. Þátttökugjald er kr. 1.500 á keppanda. Keppendur skrái sig hjá sínu félagi. Félögin skulu skila lista með nöfnum þátttakanda og þyngdarflokkum sinna félaga til mótsstjóra fyrir kl. 18 fimmtudaginn 15. nóvember. Eftir það er ekki hægt að skrá sig til þátttöku í mótinu. Nánar um mótið.