Íslandsmeistaramót fullorðinna fer fram 23. nóvember

Íslandsmeistaramót fullorðinna fer fram sunnudaginn 23. nóvember. Eins og undanfarin ár fer mótið fram í húsnæði Ármenninga í Laugardal.

Mótið hefst kl 10:30 en húsið opnar kl 10. Þátttökugjald eru 2000 kr. og skulu keppendur skrá sig hjá sínum félögum. Hvert félag skilar inn lista keppenda til BJÍ á netfangið bji@bji.is fyrir kl 17 þann 20. nóvember. Eftir það er ekki hægt að skrá sig á mótið.

Í fyrsta sinn verða fjórir þyngdarflokkar í kvennaflokki en áður hafa þeir aðeins verið tveir. Annars eru þyngdarflokkarnir þeir sömu í karlaflokki og hafa verið á undanförnum árum en þá má sjá hér að neðan. Reglur mótsins má nálgast hér.

Þyngdarflokkarnir verða eftirfarandi:

Karlar
-64 kg
-70 kg
-76 kg
-82,3 kg
-88,3 kg
-94,3 kg
-100,5 kg
+100,5 kg

Konur
-58 kg
-64 kg
-74 kg
+74 kg

Jafnframt verður keppt í opnum flokki karla og kvenna.

bji fullorðinna