Aðalfundur BJÍ 2018

Aðalfundur BJÍ verður haldinn laugardaginn 2. júní í Drukkstofu Mjölnis. Fundurinn verður kl.17:30 eða að loknu Mjölnir Open mótinu sem fer fram sama dag.

Málefni sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á aðalfundi skulu tilkynnt stjórn BJÍ fyrir mánudaginn 21. maí, með tölvupósti á bji@bji.is.

Dagskrá fundarins verður kynnt með seinna fundarboði.