Sighvatur og Sigrún úr Mjölni Íslandsmeistarar

Sigrún Helga Lund og Sighvatur Magnús Helgason
Síðastliðinn laugardag, 17. nóvember, fór fram Íslandsmeistaramót í Brasilísku Jiu Jitsu í húsnæði glímufélagsins Ármanns. Á mótinu kepptu yfir 60 keppendur frá fjórum félögum, Fenri Akureyri, Mjölni Reykjavík, Pedro Sauer Garðabæ og Sleipni Keflavík. Mjölnir var sigurvegari mótsins en félagið vann 8 flokka af 10 auk þess sem þau Sighvatur Magnús Helgason og Sigrún Helga Lund, bæði úr Mjölni, unnu opna flokka karla og kvenna auk þess að vinna sína þyngarflokka.

Skráningu á Íslandsmeistaramótið lýkur á fimmtudag

BJÍ minnir félagsmenn sína á að skráningu á Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ lýkur á fimmtudaginn kl. 18. Þátttökugjald er kr. 1.500 á keppanda. Keppendur skrái sig hjá sínu félagi. Félögin skulu skila lista með nöfnum þátttakanda og þyngdarflokkum sinna félaga til mótsstjóra fyrir kl. 18 fimmtudaginn 15. nóvember. Eftir það er …

Úrslit á Íslandsmóti ungmenna 2012

Íslandsmót ungmenna í BJJ var haldið í Reykjanesbæ í gær, sunnudaginn 11. nóvember. Mótið var haldið í nýrri aðstöðu taekwondodeildar Keflavíkur og judodeildar Njarðvíkur (Sleipnir) að Iðavöllum 12 í Keflavík. Mótið var það stærsta sinnar tegundar sem haldið hefur verið á Íslandi, en rétt um 100 keppendur tóku þátt. Þrjú …

Um 100 ungmenni skráð til leiks!

Um hundrað keppendur eru skráðir til leiks á Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ sem fram fer að Iðavöllum 12 í Keflavík á morgun, sunnudaginn 11. nóvember. Þetta er mikil aukning frá síðasta ári þegar rúmlega fimmtíu keppendur tóku þátt. BJÍ vonast eftir því að fjölmiðlar geri mótinu góð skil enda fara …

Íslandsmeistaramót fullorðinna færist til 17. nóvember


Vegna illviðráðanlegra ástæðna verðum við að því miður að fresta Íslandsmeistaramóti fullorðinna í BJJ um tvær vikur. Mótið átti að fara fram laugardaginn 3. nóv. en verður haldið laugardaginn 17. nóvember í staðinn. Annað er óbreytt, mótið á sama stað (Skelli, sal Ármenninga í Laugardal) og húsið opnar kl. 12.