Um 100 ungmenni skráð til leiks!

Um hundrað keppendur eru skráðir til leiks á Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ sem fram fer að Iðavöllum 12 í Keflavík á morgun, sunnudaginn 11. nóvember. Þetta er mikil aukning frá síðasta ári þegar rúmlega fimmtíu keppendur tóku þátt. BJÍ vonast eftir því að fjölmiðlar geri mótinu góð skil enda fara …

Íslandsmeistaramót fullorðinna færist til 17. nóvember


Vegna illviðráðanlegra ástæðna verðum við að því miður að fresta Íslandsmeistaramóti fullorðinna í BJJ um tvær vikur. Mótið átti að fara fram laugardaginn 3. nóv. en verður haldið laugardaginn 17. nóvember í staðinn. Annað er óbreytt, mótið á sama stað (Skelli, sal Ármenninga í Laugardal) og húsið opnar kl. 12.