Scandinavian Open BJJ 2009

Mjölnir sendi hóp á Norðurlandamótið í BJJ núna um helgina. Hópurinn náði ævintýralegum árangri sem er mikill gæðastimpill fyrir það starf sem er gert í Mjölni og á Íslandi.

Hópurinn skilaði af sér 2 gullverðlaunum, 3 silfurverðlaunum og 3 bronsverðlaunum á mótinu.

  • Gunnar Nelson (svart) vann silfur í -88kg flokki.
  • Sighvatur Helgason (blátt) vann gull í -88kg og brons í opnum flokki.
  • Þráinn Kolbeinsson (blátt) vann brons í -94kg og silfur í opnum flokki.
  • Bjarni Kristjánsson (blátt) vann brons í -100kg flokki.
  • Auður Olga Skúladóttir (blátt) vann silfur í -64kg flokki.
  • Vignir Már Sævarsson (hvítt) vann gull í -82kg öldungaflokki (36-40 ára).

Til hamingju frá BJÍ