Íslandsmeistaramót 2009

Ágætu BJJ iðkendur & velunnarar

Íslandsmótið í BJJ verður haldið sunnudaginn 8. nóvember 2009 í júdósal Ármanns í Laugardal, við gervigrasið. Húsið opnar kl 12:00 og hefjast fyrstu glímur stundvíslega kl 12:30.

Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 4. nóvember. Mótsgjald er 1000kr og greiðast í reiðufé við komu á mótsstað. Ókeypis aðgangur að mótinu er fyrir áhorfendur.

Skráning fer fram hjá þjálfurum félagana sem síðan áfram senda sína lista yfir keppendur til stjórnar BJÍ fyrir auglýstan skráningarfrest.

Einungis skráðir félagar í BJÍ eru gjaldgengir á mótinu. Engar undantekningar verða gerðar varðandi þessa reglu.

Þyngdarflokkarnir eru eftirfarandi.

Þyngdarflokkur Karlar (kg) Konur (kg)
Rooster 57,5
Létt fjaðurvikt 64 53,5
Fjaðurvikt 70 58,5
Léttvikt 76 64
Millivikt 82,3 69
Milli þungavikt 88,3 74
Þungavikt 94,3 74+
Yfir Þungavikt 100,5
Súper Þungavikt 100,5+

Allir keppendur eru viktaðir í Gi þegar að hver flokkur er að byrja á mótsdag. BJÍ hefur þann fyrirvara að sameina flokka eftir að skráningu lýkur ef að lágmarks fjöldi þáttakenda næst ekki í hvern flokk. Þessir þyngdarflokkar eru flokkarnir sem IBJJF notar og eru notaðir á öllum Gi mótum erlendis. Sameining á flokkum verður tilkynnt eins fljótt og auðið er.

Keppendur sem ekki ná vikt verða umsvifalaust dæmdir úr leik án endurgreiðslu mótsgjalds.

Skráning í opinn flokk verður á mótsdag. Fyrirkomulag á mótsdag er að léttari þyngdarflokkar byrja. Engin beltaskipting eða styrkleikaskipting er á mótinu.

Eftir mótið er förinni haldið á Vegamót.

Ath. Ekkert mótsgjald er fyrir stelpur á þessu móti, og það sem meira er að aðildarfélög þurfa ekki að greiða ársgjald sem annars þyrfti vegna þeirra stelpna sem taka þátt í mótinu. Stjórn BJÍ vill sjá alla kvenkyns iðkendur BJJ á Ísland taka þátt í þessu móti.

Stjórn BJÍ