Dómaranámskeið BJÍ 12. október

Á næstu vikum eru fyrirhugaður fjöldi móta, þar á meðal Íslandsmeistaramót, bæði fullorðinna sem barna- og unglingamót. Af þessum sökum heldur dómaranefnd BJÍ nú dómaranámskeið í annað sinn nú sem fremur stuttum fyrirvara.
—-
Námskeiðið verður föstudaginn 12. október kl. 20:00 í húsakynnum Mjölnis.
Daginn eftir, þann 13. október er svo haldið mót á vegum Mjölnis þar sem þátttakendur námskeiðsins fá að æfa sig á alvöru glímum.

Þátttakendur mæta í galla á föstudeginum, tilbúnir til að glíma létt svo hægt sé að æfa dómgæslu.

Þátttökugjaldi er aðeins 1000 kr.

Við hvetjum aðildarfélög BJÍ til að senda félagsmenn á námskeiðið til að efla dómgæslu enn frekar og tryggja að við höfum áfram tök á að halda flott mót líkt mót sambandsins hafa verið hingað til.

Á komandi Íslandsmótum er það forsenda þátttöku aðildarfélaga að þau útvegi starfsfólk á Íslandsmót.

Sendið inn skráningu á peturmarel@gmail.com þar sem fram kemur, nafn, félag og símanúmer.

Frekari upplýsingar veita
Daníel Örn Davíðsson – 661 2599
Pétur Marel Gestsson – 898 1132

Bestu kveðjur
Dómaranefnd BJÍ