Gunnar í fjórða sæti í opnum flokki á ADCC!
Gunnar Nelson lenti í fjórða sæti á ADCC mótinu í Barcelona. Gunnar vann þungavigtarmanninn Jeff Monsoon í fyrstu umferð og kom það flestum á óvart enda Monsoon með gríðarlega sigursælan feril að baki og þyngstur keppenda í opna flokkinum en Gunnar léttastur. Monson hefur m.a. tvisar unnið til gullverðlauna á ADCC auk þess að vera fyrrum heimsmeistari í uppgjafarglímu.