Gunnar í fjórða sæti í opnum flokki á ADCC!

Gunnar Nelson sigrar Jeff Monson
Gunnar Nelson lenti í fjórða sæti á ADCC mótinu í Barcelona. Gunnar vann þungavigtarmanninn Jeff Monsoon í fyrstu umferð og kom það flestum á óvart enda Monsoon með gríðarlega sigursælan feril að baki og þyngstur keppenda í opna flokkinum en Gunnar léttastur. Monson hefur m.a. tvisar unnið til gullverðlauna á ADCC auk þess að vera fyrrum heimsmeistari í uppgjafarglímu.

Gunnar tapar naumlega á ADCC

Gunnar Nelson féll úr keppni í gær í ADCC bardagakeppninni sem haldin er í Barcelona um helgina en þetta er sterkasta mót í heimi í uppgjafarglímu. Gunnar féll eftir naumt tap gegn fyrrum heimsmeistara og Ameríkumeistara, Bandaríkjamanninum James Brasco.

Gunnar Nelson vinnur gullið á Pan Am!

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn sinn á  PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009. Ekki nóg með að hann ynni hinn þekkta Clark Graice í fyrstu glímunni heldur hélt hann áfram og sigraði 5 andstæðinga alls, þar af Bruno Alves (silfurverðlaunahafa frá síðasta heimsmeistarmóti) í úrslitunum á hengingartaki!