Gunnar í fjórða sæti í opnum flokki á ADCC!

Gunnar Nelson sigrar Jeff Monson
Gunnar Nelson lenti í fjórða sæti á ADCC mótinu í Barcelona. Gunnar vann þungavigtarmanninn Jeff Monsoon í fyrstu umferð og kom það flestum á óvart enda Monsoon með gríðarlega sigursælan feril að baki og þyngstur keppenda í opna flokkinum en Gunnar léttastur. Monson hefur m.a. tvisar unnið til gullverðlauna á ADCC auk þess að vera fyrrum heimsmeistari í uppgjafarglímu.

Gunnar tapar naumlega á ADCC

Gunnar Nelson féll úr keppni í gær í ADCC bardagakeppninni sem haldin er í Barcelona um helgina en þetta er sterkasta mót í heimi í uppgjafarglímu. Gunnar féll eftir naumt tap gegn fyrrum heimsmeistara og Ameríkumeistara, Bandaríkjamanninum James Brasco.

Gunnar Nelson vinnur gullið á Pan Am!

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn sinn á  PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009. Ekki nóg með að hann ynni hinn þekkta Clark Graice í fyrstu glímunni heldur hélt hann áfram og sigraði 5 andstæðinga alls, þar af Bruno Alves (silfurverðlaunahafa frá síðasta heimsmeistarmóti) í úrslitunum á hengingartaki!

BJJ Samband Íslands stofnað 3. nóv. 2007

Lógó BJÍ
Þann 3. nóvember 2007 var BJJ Samband Íslands (BJÍ) stofnað. Þetta er rökrétt framhald af þeirri útbreiðslu og áhuga sem hefur orðið í BJJ á Íslandi og er meginhlutverk BJÍ að stuðla að frekari útbreiðslu og keppnishaldi á íþróttinni. Aðildarfélög að BJÍ eru félögin Mjölnir og Fjölnir í Reykjavík sem og Fenrir á Akureyri.