Á annað hundrað keppendur skráðir til leiks

Íslandsmótið í uppgjafarglímu (brasilísku jiu-jitsu) verður haldið sunnudaginn 23. nóvember í húsnæði Ármenninga, Laugardal. Mótið hefst klukan 10:30 og mun standa fram eftir degi. Keppt verður í átta þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna. Að þeim loknum hefst keppni í opnum flokkum karla og kvenna þar sem öflugustu keppendurnir úr …

Aðalfundur BJÍ – Sigrún Helga nýr formaður

Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í kvöld, mánudaginn 17. nóvember. Stjórn gaf skýrslu sína og lagði fram endurskoðaða reikninga Sambandsins og fjárhagsáætlun næsta árs. Fjárhagsstaða félagssins er góð. Eitt stærsta verkefni stjórnar BJÍ er að halda Íslandsmeistaramót í BJJ og var drjúgum hluta fundarins varið …

Úrslit á Mjölnir Open 9

mo9-open Margar stórglæsilegar glímur og frábær uppgjafartök sáust á laugardaginn þegar stærsta Mjölnir Open frá upphafi fór fram í Mjölniskastalanum en alls voru tæplega níutíu þátttakendur skráðir til leiks.

Úrslit á Íslandsmóti fullorðinna 2013

Verðlaunahafar í Opnum flokki karlaÍ dag sunnudaginn 17. nóvember fór fram fjölmennasta fullorðins BJJ mót frá upphafi en 94 keppendur voru skráðir til leiks frá fimm félögum, Fenri Akureyri, Mjölni Reykjavík, Gracie skólanum Garðabæ, Sleipni Keflavík og Ármanni Reykjavík. Margar skemmtilegar glímur sáust á mótinu og greinilegt að uppgangur íþróttarinnar er mikill.

Aðalfundur BJÍ – Pétur Marel nýr formaður

Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 5. nóvember. Stjórn gaf skýrslu sína og lagði fram endurskoðaða reikninga Sambandsins og fjárhagsáætlun næsta árs. Líkt og áður hefur aðaláhersla stjórnar BJÍ legið í því að halda Íslandsmeistaramót í BJJ. Mikil vinna hefur verið lögð í …