Jósep með gull

Jósep Valur Guðlaugsson, félagi í Mjölni, keppti um helgina á Evrópumóti IBJJF og gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk. Jósep keppti í blábeltingaflokki, 30-35 ára, -82,3 kg. Keppendur í flokknum voru 32 talsins.

Í fyrstu glímunni mætti hann Íra (sem æfir með SBG) og var það mjög erfið glíma sem endaði með því að Jósep sigraði með advantage. Í næstu glímu lenti hann líka á móti erfiðum andstæðingi frá Englandi. Jósep sigraði þá glímu með armbar þegar lítið var eftir. Þriðji andstæðingurinn var Brasilíumaður sem Jósep sigraði með rear naked choke. Í úrslitum mætti hann andstæðingi sem var með wrestling bakgrunn. Jósep fór inn í þá glímu með það að markmiði að ná honum þegar hann skyti inn, og það fór eins og hann hafði planað, andstæðingurinn skaut inn og lenti í rammíslenskum guillotine fyrir vikið. Gullið í höfn!
Jósep gekk ágætlega í opna flokknum, vann fyrstu viðureignina á móti keppanda úr -100kg flokki en tapaði fyrir liðsfélaga sínum úr Alliance France í annari glímu.
Jósep æfir um þessar mundir hjá Alliance France, undir leiðsögn Paulo Sergio Santos, svartbeltings frá Brasilíu.
Við óskum Jósep til hamingju með árangurinn.

Jósep með gullið ásamt félögum sínum