Íslandsmót 2009 úrslit
Íslandsmótið í Brasilísku Jiu-Jitsu var haldið í dag. Á mótið mættu 64 keppendur frá fimm félögum. Félögin koma allsstaðar af landinu, Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og Keflavík. Útbreiðslan í íþróttinni er með ólíkindum og keppnin í dag var hörð. Mjölnir hlaut 10 gull af 11 og var stigahæsta lið mótsins. Gunnar Nelson sigraði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn en Auður Olga sigraði opinn flokk kvenna. Keppnin í kvennaflokki var með eindæmum hörð og gaman að sjá að stelpum er að fjölga í íþróttinni.