Berjumst með börnunum: æfing til styrktar Barnaspítala Hringsins

Laugardaginn 8.september heldur Júdódeild Njarðvíkur svokallað “walk in” Jiu-Jitsu námskeið í samstarfi við BJÍ. Inngangseyri eru 5000kr.- sem renna óskipt til Barnaspítala Hringsins. Átta af landsins bestu BJJ þjálfurum munu ausa úr sínum viskubrunnum en námskeiðið fer fram hjá Júdódeild Njarðvíkur, Smiðjuvöllum 5 í Reykjanesbæ. Dagskránna má sjá hér að …

Stjórn BJÍ 2018-2019

Ný stjórn BJÍ var kjörin á aðalfundi laugardaginn 2.júní 2018. Við þökkum sýndan áhuga á starfi sambandsins en ný stjórn er eftirfarandi: Formaður: Halldór Logi Valsson Varaformaður: Bjarki Þór Pálsson Meðstjórnandi: Bjarni Kristjánsson Gjaldkeri: Dóra Haraldsdóttir Ritari: Margrét Ýr Sigurjónsdóttir Varamenn: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir Hafdís Vera Emilsdóttir Hera Margrét Bjarnadóttir …

Aðalfundur BJÍ 2018

Aðalfundur BJÍ verður haldinn laugardaginn 2. júní í Drukkstofu Mjölnis. Fundurinn verður kl.17:30 eða að loknu Mjölnir Open mótinu sem fer fram sama dag. Málefni sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á aðalfundi skulu tilkynnt stjórn BJÍ fyrir mánudaginn 21. maí, með tölvupósti á bji@bji.is. Dagskrá fundarins verður …

Íslandsmeistaramót fullorðinna 2017

Íslandsmeistaramót fullorðinna 2017 verður haldið laugardaginn 4. nóvember í Mjölnishöllinni, Flugvallavegi 2. Húsið opnar kl. 10 og verða þá keppendur vigtaðir. Mótið sjálft hefst kl. 11 og verður keppt á þrem völlum að þessu sinni en sérstakur flokkur hvítbeltinga verður á mótinu. Aðeins verða tveir opnir flokkar eins og vani …

Úrslit Íslandsmeistaramóts barna og unglinga 2017

Laugardaginn 23. september var Íslandsmeistaramót barna og unglinga haldið í sjöunda sinn. Sex félög sendu samanlagt um 70 keppendur á mótið sem haldið var í húsakynnum Sleipnis í Reykjanesbæ. Mótið fór vel fram og gaman var að sjá hversu hæfileikaríka krakka við eigum í íþróttinni.  Við viljum þakka Sleipni fyrir …

Stjórn BJÍ 2017-2018

Ný stjórn BJÍ var kjörin á aðalfundi. Fundurinn var vel sóttur og mikill áhugi var fyrir komandi starfi félagsins. Stjórn 2017-2018 Formaður: Halldór Logi Valsson Varaformaður: Eiður Sigurðsson Ritari: Guðrún Björk Jónsdóttir Gjaldkeri: Dóra Haraldsdóttir Meðstjórnandi: Bjarni Kristjánsson Varamenn: Hafdís Vera Emilsdóttir Pétur Óskar Þorkelsson Hrafn Þráinsson Helgi Rafn Guðmundsson …